Emilíana Torrini

Ég fór á Emilíana Torrini tónleika með frænku minni henni Örnu, dóttur Ellenar systur. Þetta voru einhverjir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Þessi kona er bara snillingur og ekkert annað. Hún fangaði mig alveg með "Today has been ok" og svo bara hvert snilldarlagið og snilldarflutningur á eftir öðru.
Tónleikarnir voru í Fríkirkjunni og það var ansi heitt þarna inni, enda þéttsetið og álpappír fyrir gluggum.
Emilíana kemur til dyranna eins og hún er klædd. Engin tilgerð bara hrein og bein Emilíana. Hún sagði skemmtilega frá og þarna er sönn sagnakona á ferð sem sér "pointið" í litlu hlutunum og það sem í raun skiptir máli.

Jæja, þarf að lúlla. Stefán bróðir á afmæli á morgun (í dag enda klukkan orðin 1 eftir miðnættið).
Til hamingju Stebbi. Ég hlakka til að fá kaffi og eitthvað sætt í kvöld.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur